spot_img
HomeFréttirLandsliðið mætt til Miskolc

Landsliðið mætt til Miskolc

Kvennalandslið Íslands er mætt til Miskolc í Ungverjalandi og heldur á sína fyrstu æfingu kl. 11:00 að staðartíma, 10:00 að íslenskum tíma. Liðið lagði af stað í gærmorgun frá Íslandi og komst á áfangastað í gærkvöldi.

Aðstæður í Miskolc eru góðar en leikurinn mun fara fram á heimavelli kvennaliðs Miskolc sem Helena Sverrisdóttir samdi við árið 2013. Miskolc leikur á Generali Arena vellinum sem sést á meðfylgjandi mynd. 

Kvennalandsliðið leit við í Generali Arena í gærkvöldi og sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari landsliðsins að það bergmálaði svakalega í húsinu. „Ég gæti trúað því að þetta sé gríðarlega öflugur heimavöllur og það gætu orðið töluverð læti með góðri mætingu.“

Fréttir
- Auglýsing -