spot_img
HomeFréttirNjarðvík b, Skallagrímur og Haukar áfram í bikarnum

Njarðvík b, Skallagrímur og Haukar áfram í bikarnum

 

Njarðvík-b og Haukar tryggðu sig áfram í Powerade bikarkeppninni í dag.  Njarðvíkingar höfðu betur gegn Reyni í Sandgerði, 61:69 þar sem að knattspyrnugoðið Styrmir Gauti Fjeldsted skoraði 16 stig fyrir Njarðvíkinga ásamt því að hriða 7 fráköst.  Sævar Eyjólfsson setti 16 stig fyrir Reyni.  Í Hafnarfirði sigruðu Haukar lið Ármann nokkuð auðveldlega með 93 stigum gegn 54. Haukur Óskarsson og Kári Jónsson settu hvor sín 28 stig í leiknum en 6 leikmenn Hauka skoruðu yfir 20 stig í leiknum og sá sjöundi skoraði 19 stig.  Hjá Ármann var Guðni Sumarliðason og Dagur Pálsson báðir með 12 stig. 

 

Skallagrímsmenn voru svo nú rétt áðan að tryggja sig áfram í bikarnum með sigri á Breiðablik í Smáranum. 75:78 varð loka niðurstaða leiksins þar sem Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 33 stig á maðen Snjólfur Björnsson skoraði 19 stig fyrir Blika. 

Mynd: Lið Njarðvíkinga frá deginum í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -