spot_img
HomeFréttirNjarðvík slökkti bikarvonir Hamars í fyrri háflleik

Njarðvík slökkti bikarvonir Hamars í fyrri háflleik

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga mætti í Frystikistuna í Hveragerði í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í kvöld. Fyrstu mínútur leiksins voru liðin jöfn en svo fljótlega stungu gestirnir af.

Njarðvíkingar lokuðu öllum leiðum að sinni körfu og áttu svo greiðan aðgang hinumegin með Hjört í broddi fylkingar. Staðan 25-13 og Njarðvíkingar virtust vera búnir að slökkva allar vonir Hamars á því að gera þetta að leik. 

Í öðrum leikhluta héldu Njarðvíkingar svo áfram að særa bráðina og má segja að þeir hafi gengið frá henni í lok fyrri hálfleiks 29 stiga munur 58-29. Hamarsmenn áttu þó ágætan spilakafla í 3. leikhluta og minnkuðu muninn mest niðrí 19 stig en Njarðvíkingar gáfu þá aftur í og leiddu 60-82. 

Restin af leiknum einkenndist svo af ungum leikmönnum að fá sénsinn í bland við stóru strákana, þægilegur sigur Njarðvíkur og sæti í 8 liða úrslitum. Lokatölur 70-99. 

Stighæstir hjá Njarðvík voru Hjalti og Simmons með 15 stig en stigaskorið dreifðist vel en Snjólfur og Ólafur Helgi voru með 14 hvor og Haukur og Hjörtur með 11. Hjá Hamri var Örn með 17 og Samuel 15.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun/ ÍÖG
Mynd úr safni/ [email protected] – Hjalti Friðriksson gerði 15 stig og tók 8 fráköst í liði Njarðvíkinga í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -