spot_img
HomeFréttirÁrmann skildi Reyni eftir á botninum

Ármann skildi Reyni eftir á botninum

Botnliðin Reynir Sandgerði og Ármann mættust í 1. deild karla í kvöld þar sem Ármenningar gerðu góða ferð í Nesfiskhöllina og lönduðu 94-103 sigri gegn Sandgerðinum. Magnús Ingi Hjálmarsson og Guðni Sumarliðason gerðu báðir 23 stig í liði Ármanns en hjá Reyni var Sævar Eyjólfsson með tvennu, 29 stig og 11 fráköst.

Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur, Reynismenn voru allan tímann að elta og lentu mest 16 stigum undir í fyrri hálfleik 39-55 sem voru hálfleikstölur. 

Fljótlega í seinni hálfleik náðu gestirnir 22 stiga forskoti 43-65. En 13 stig heimamanna í röð gerðu leikinn aftur spennandi 56-65. En Ármenningar voru nú ekki á því að gefa neitt og náðu aftur frumkvæðinu og voru 20 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 65-85. 

Reynismenn komu inn í fjórða leikhluta með mikla baráttu og uppskáru eftir því. Eftir sjö mínútur höfðu Ármenningar aðeins sett fjögur stig gegn 20 Reynis. Staðan þarna orðin 85-89 og allar líkur á spennandi lokamínútum. En þetta áhlaup tók á og gestirnir náðu áttum og náðu að klára leikinn 94-103. Besti maður Reynis var án efa Sævar Eyjólfsson með 35 framlagsstig. 29 stig og 11 fráköst á 24 mínútum.

Hjá Ármanni var Guðni Sumarliðason sterkur með 56 % skotnýtingu og 23 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun og mynd/ SHG

Fréttir
- Auglýsing -