spot_img
HomeFréttirHörður heldur til Grikklands á ný

Hörður heldur til Grikklands á ný

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er á förum frá Nymburk í Tékklandi og mun ganga í raðir Trikalla í Grikklandi á nýjan leik. Hörður hóf núverandi tímabil með Trikalla en hélt svo yfir til Tékklands til að leika með Nymburk sem borið hefur höfuð og herðar yfir önnur lið í tékkneska boltanum síðustu ár.

„Ég var óánægður hjá Nymburk, þeir voru óánægðir með mig sögðu þeir, virðist vera sem þeir hafa bara fengið mig til að covera meiðsli og þegar allir voru orðnir heilir þá var engin þörf á mér lengur. Sumir hlutir í lífinu ganga bara ekki upp. Maður tekur því bara, labbar í burtu frá þessu með kassann uppi og heldur áfram,“ sagði Hörður í samtali við Karfan.is nú í morgun en hann er þegar lagður af stað til Grikklands. 

Trikalla er um þessar mundir í 8. sæti í grísku deildinni með fimm sigra og sjö tapleiki og sem fyrr eru það grísku risarnir Panathinaikos og Olympiacos sem tróna á toppi deildarinnar. Þeir fyrrnefndu á toppnum 12-0 og Olympiacos í 2. sæti 11-1. 

Fréttir
- Auglýsing -