spot_img
HomeFréttirPóstmót Blika 30.-31. janúar

Póstmót Blika 30.-31. janúar

Hið árlega Póstmót Breiðabliks fer fram helgina 30. – 31. janúar næstkomandi. Mótið hefur fest sig í sessi sem eitt stærsta og glæsilegasta yngri flokka mót hvers árs og er fyrir iðkendur, stráka og stelpur, á aldrinum 6-11 ára. Keppt er í 6 aldursflokkum og fer mótið fram í Smáranum í Kópavogi en þar er verið að fjölga körfum í húsinu og verður aðstaðan öll hin glæsilegasta.

Stig eru ekki talin en leikgleðin er í fyrirrúmi, hvert lið spilar sína leiki á um 3 klukkutímum og allir fá verðlaunapening og gjöf frá Póstinum. Einnig verða teknar liðsmyndir af öllum liðum.

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 25. janúar en skráningar skilast á netfangið[email protected], þátttökugjald er 2500 kr á iðkanda.

Mótsreglur
· Leiktími er 2×12 mínútur
· 4 leikmenn eru inná í hvoru liði
· Skipta má inná hvenær sem er á leiktímanum
· Leikið er eftir minniboltareglum KKÍ
· Stig eru ekki talin
· Vörn er ekki leyfð fyrir framan miðju
· Ef brotið er í skottilraun er gefið eitt vítaskot

Fréttir
- Auglýsing -