Jeremy Atkinson mun koma til með að klára tímabilið með Njarðvíkingum það sem eftir lifir móts en kappinn lenti nú í morgun frá Washington og er komin í hendur Njarðvíkinga. Þetta bindur enda á leit þeirra Njarðvíkinga af erlendum leikmanni en fyrr höfðu þeir samið við Michael Craig sem fékk ekki atvinnuleyfi vegna gamlla mála vestra hafs.
"Þekkjum vel til Atkinson eftir að hafa barist við hann í úrslitakeppninni sl tímabil, vitum hvað hann getur og erum spenntir að fá hann til liðs við okkur." sagði Friðrik Ingi Rúnarsson í snörpu viðtali við Karfan.is
Tæpara mátti það varla standa því Njarðvíkingar eiga fyrir sér gríðarlega erfitt verkefni þegar þeir mæta grönnum sínum og toppliði Keflavíkur á föstudag í TM-höllinni.



