Logi Gunnarsson hefur verið valin Lykilmaður 14. umferðar Dominosdeildarinnar. Logi spilaði stórt hlutverk í sigri Njarðvíkinga þegar þeir lögðu topplið Keflavíkur í TM-höllinni í gærkvöldi. Logi skoraði 17 stig tók 3 fráköst og sendi 2 stoðsendingar. En það sem kannski sést ekki á stattinu er þegar Logi pressaði Val Orra Valsson leikstjórnanda Keflvíkinga allan völlinn í nánast 30 mínútur. Þannig að Valur komst aldrei á flug eins og hann hefur gert reglulega í vetur og þá verið prímusmótor í liði Keflvíkinga.



