spot_img
HomeFréttirSautján í röð og Barcelona lagðir að velli!

Sautján í röð og Barcelona lagðir að velli!

Uppgjör toppliðanna Valencia og Barcelona fór fram í ACB deildinni á Spáni í dag þar sem Jón Arnór og félagar gerðu það sem fáum tekst, að vinna sigur á heimavelli Barcelona. Lokatölur voru 91-94 Valencia í vil sem eru nú búnir að vinna 17 deildarleiki í röð!

Barcelona tókst að jafna metin 82-82 með þriggja stiga körfu þegar leiktíminn rann út og því varð að framlengja. Valencia stóðst prófið og landaði að lokum 91-94 sigri.

 

Jón Arnór lék í tæpar 11 mínútur í leiknum en skotin hans vildu ekki niður og því skoraði hann ekki að sinni. Stigahæstur í liði Valencia var Bojan Dubljevic með 16 stig. 

Þar með hefur Valencia opnað nýjan kafla í sögu félagsins með því að vinna 17 deildarleiki í röð, 100% árangur eftir fyrstu umferð deildarinnar. Þetta hefur aðeins verið leikið eftir einu sinni áður í úrvalsdeildinni á Spáni en það gerði Real Madrid tímabilið 2013-2014 þegar liðið vann 27 leiki í röð. Þá lauk þeirri sigurför Real Madrid einmitt með tapi gegn Valencia. 

 

Svipmyndir úr leiknum

Staðan á Spáni
 

Round 17 
Pos Equipment J G P FAQ PC  
1   Valencia Basket 17 17 0 1,443 1,250  
2   FC Barcelona Lassa 17 fifteen 2 1,426 1,202  
3   Kutxa Laboral Baskonia 17 14 3 1,474 1,292  
4   real Madrid 17 13 4 1,545 1,344  
5   Herbalife Gran Canaria 16 9 7 1,269 1,191  
6   Dominion Bilbao Basket 17 9 8 1,332 1,346  
7   Montakit Fuenlabrada 17 9 8 1,347 1,378  
8   Unicaja 17 8 9 1,320 1,272  
9   Andorra MoraBanc 17 8 9 1,378 1,390  
10   Catholic University of Murcia 17 7 10 1,297 1,318  
eleven   Iberostar Tenerife 17 7 10 1,312 1,366  
12   Joventut FIATC 17 7 10 1,339 1,395  
13   ICL Manresa 17 7 10 1,223 1,329  
14   Rio Natura Monbus Obradoiro 17 6 eleven 1,306 1,334  
fifteen   CAI Zaragoza 17 5 12 1,330 1,364  
16   Sevilla basketball 17 5 12 1,284 1,479  
17   Movistar Students 16 3 13 1,232 1,358  
18   GBC RETAbet.es 17 3 14 1,175 1,424
Fréttir
- Auglýsing -