Í kvöld fara undanúrslitin fram í Poweradebikarkeppni karla. Í gær voru það Grindavík og Snæfell sem tryggðu sig í úrslit í kvennaflokki og í kvöld er komið að körlunum. Báðir undanúrslitaleikirnir hefjast kl. 19:15 þar sem Þór Þorlákshöfn tekur á móti Keflavík og Grindavík fær KR í heimsókn.
Leikir kvöldsins í undanúrslitum Poweradebikarsins
19:15 Þór Þorlákshöfn – Keflavík
19:15 Grindavík – KR
Þrjú af fjórum liðum kvöldsins hafa áður orðið bikarmeistarar, KR oftast allra liða eða 10 sinnum, næstir eru Keflvíkingar með sex bikarsigra og Grindvíkingar hafa fimm sinnum orðið bikarmeistarar. Þór Þorlákshöfn hefur aldrei leikið til úrslita í keppninni svo takist þeim að vinna sigur á Keflavík í kvöld opna þeir nýjan kafla í sögubókum Þorlákshafnar.
Allir leikir dagsins
| 25-01-2016 18:00 | Drengjaflokkur | Snæfell dr. fl. | Skallagrímur dr. fl. | Stykkishólmur | |
| 25-01-2016 18:30 | Stúlknaflokkur | Keflavík st. fl. | Ármann/Valur st. fl. | TM höllin | |
| 25-01-2016 19:15 | Bikarkeppni karla | Þór Þ. | Keflavík | Icelandic Glacial höllin | |
| 25-01-2016 19:15 | Bikarkeppni karla | Grindavík | KR | Mustad höllin | |
| 25-01-2016 20:00 | Stúlknaflokkur | Njarðvík st. fl. | Haukar st. fl. | Njarðvík | |
| 25-01-2016 20:00 | Drengjaflokkur | ÍR dr. fl. | Breiðablik dr. fl. | Hertz Hellirinn – Seljaskóli |
Mynd/ Vance og félagar í Þór fá Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Poweradebikarsins í kvöld.



