Einn af hörðustu stuðningsmönnum Keflvíkinga í körfuboltanum datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar leikur Keflavíkur og Snæfells í bikarkeppni kvenna fór fram. Árni Þór Rafnsson var einn af þeim áhorfendum sem valinn var til þess að spreyta sig á vítaskoti þar sem veglegir vinningar eru jafnan í boði fyrir góðar skyttur.



