Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem hitnaði nokkuð í kolunum í viðureign New York Knicks og Oklahoma City Thunder. Kevin Durant átti sinn stigahæsta leik á tímabilinu með OKC en hann skellti 44 stigum yfir Knicks og hringdi inn tröllatvennu með því að taka 14 fráköst. Lokatölur 128-122 fyrir OKC í framlengdum slag.
Þetta er ekki allt og sumt í tvennusögum OKC í nótt því Serge Ibaka skoraði 12 stig og tók 17 fráköst og Russell Westbrook mætti í veisluna með 30 stig og 10 stoðsendingar, jaðraði við þrennu reyndar með 8 fráköst líka. Langston Galloway var stigahæstur í liði Knicks með 21 stig.
Ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í NBA núna myndi hún líta svona út:
Austurströnd
Cleveland – Indiana
Toronto – Detroit
Atlanta – Miami
Chicago – Boston
Vesturströnd
Golden State – Portland
San Antonio – Houston
Oklahoma – Dallas
LA Clippers – Memphis
Öll úrslit næturinnar
| 1 | 2 | 3 | 4 | T |
|---|---|---|---|---|
| 24 | 21 | 26 | 32 | 103 |
|
|
|






