Í kvöld hefst fimmtánda umferðin í Domino´s-deild karla. Fjórir leikir verða á boðstólunum og viðureign Njarðvíkur og KR í beinni hjá Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15
Njarðvík – KR
Þór Þorlákshöfn – FSu
Stjarnan – ÍR
Snæfell – Grindavík
Njarðvík-KR
Njarðvík og KR ættu að vera fersk þessi dægrin, Njarðvíkingar að mjaka inn nýja manninum Atkinson og höfðu sigur á Keflavík í síðustu umferð og KR-ingar komnir með passann í Laugardalshöll. Það er völlur á þessum klúbbum þessa dagana svo hér ætti að verða tilefni til að mæta með hjartasprengitöflurnar.
Þór Þorlákshöfn – FSu
Þór Þorlákshöfn og FSu bjóða upp á Suðurlandsskjálfta í kvöld, tíu stig skilja liðin að í deildinni og FSu hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum. Þórsarar eru ekki síður brattir en KR þessi dægrin því þeir veifa líka passa í Höllina og verður fróðlegt að sjá hvernig þessi nágrannaglíma fer þar sem Þór þarf að ná sér niður á jörðina en FSu að rífa sig upp af jörðinni og ná smá flugi ætli þeir sér að eiga von um að halda sæti í deild þeirra bestu.
Stjarnan – ÍR
Stjörnumenn eru á góðu róli í deildinni, hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og eru í 3. sæti með 20 stig en 12 stigum aftar koma ÍR-ingar sem í sömu svipan berjast fyrir lífi sínu í deildinni og sæti í úrslitakeppninni.
Snæfell-Grindavík
Leikurinn er ansi stór því liðin eru með 12 stig í 8. og 9. sæti deildarinnar. Snæfell gerði góða ferð til Grindavíkur í fyrri umferðinni og vann þar 98-99 sigur. Ef Grindavík ætlar sér upp fyrir Snæfell í kvöld og taka innbyrðisviðureignina verða þeir að hafa að minnsta kosti tveggja stiga sigur í kvöld.
Hörku kvöld framundan kæra körfuknattleiksáhugafólk.
Góða skemmtun – allir á völlinn!
Staðan í deildinni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Keflavík | 14 | 11 | 3 | 22 | 1330/1259 | 95.0/89.9 | 5/2 | 6/1 | 94.4/89.1 | 95.6/90.7 | 4/1 | 7/3 | -1 | -1 | +2 | 4/0 |
| 2. | KR | 14 | 11 | 3 | 22 | 1250/1027 | 89.3/73.4 | 6/1 | 5/2 | 90.9/70.6 | 87.7/76.1 | 4/1 | 8/2 | +2 | +1 | +3 | 1/2 |
| 3. | Stjarnan | 14 | 10 | 4 | 20 | 1182/1085 | 84.4/77.5 | 6/1 | 4/3 | 86.3/76.0 | 82.6/79.0 | 4/1 | 8/2 | +3 | +3 | +2 | 4/2 |
| 4. | Njarðvík | 14 | 9 | 5 | 18 | 1187/1149 | 84.8/82.1 | 5/2 | 4/3 | 85.3/80.6 | 84.3/83.6 | 4/1 | 7/3 | +2 | +2 | +1 | 1/0 |
| 5. | Þór Þ. | 14 | 8 | 6 | 16 | 1215/1115 | 86.8/79.6 | 3/4 | 5/2 | 86.0/78.3 | 87.6/81.0 | 3/2 | 6/4 | +1 | -1 | +1 | 1/1 |
| 6. | Haukar | 14 | 7 | 7 | 14 | 1160/1102 | 82.9/78.7 |
|



