Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var að vonum kátur með tvíframlengdan sigur gegn Grindavík í gær. Snæfell tók stórt skref í átt að úrslitakeppninni þó vissulega sé ekkert gefið um þessar mundir.
„Þessi var Risa – ég er mjög stoltur af liðinu að ná sigrinum. Við fórum upp 19 í fyrri en misstum momentið frá okkur. Þeir voru miklu betri í þriðja leikhluta en við náðum að ná stjórn aftur á leiknum. Rod og Stefán gerðu mjög vel að spila á fjórum villum allan seinni og báðar framlengingarnar. Það var svo rafmagn og allt sem körfubolti hefur uppá að bjóða sem endaði með gríðarlega mikilvægum sigri þar sem allt taldi, Þorbergur Helgi kom mjög öflugur af bekknum og setti stórar körfur. Við ætlum að njóta þessa sigurs í dag og fara svo að hugsa um Keflavík.“



