Heil umferð fór fram í Domino´s-deild kvenna þann 27. janúar síðastliðinn. Haukar höfðu þá 20 stiga sigur á Keflavík í Schenkerhöllinni og jöfnuðu Snæfell að stigum á toppi deildarinnar. Helena Sverrisdóttir fór mikinn í leiknum með 19 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta en fyrir þessa vasklegu framgöngu fékk hún 43 framlagsstig og er Lykil-maður umferðarinnar.




