spot_img
HomeFréttir"Lít á þetta sem prófstein frá Guði "

“Lít á þetta sem prófstein frá Guði “

Earl Brown Jr. fyrrum leikmaður Keflvíkinga segist alls ekki vera svekktur með þá niðurstöðu að honum hafi verið sagt upp störfum í vikunni. Earl sem skilaði 25 stigum og 12 fráköstum á leik fyrir þá Keflvíkinga sagði í samtali við Karfan.is að hann væri einfaldlega þakklátur fyrir tækifærið sem honum gafst að koma og spila á Íslandi. 

 

"Ég er alls ekki svekktur yfir því að skilja leiðir við Keflavík. Þessi lífsreynsla hefur verið mér frábær, allt frá stuðningsmönnum til klúbbsins og liðsins. Allir hafa verið mjög vingjarnlegir við mig. Ég hef fengið tækifæri að hitta fullt af nýju og góðu fólki sem og liðsfélögum sem ég hef bundist ævilöngu vinarbandi. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri á að spila körfubolta og sýna minn leik hér á Íslandi. Ég lít á þetta sem prófstein frá Guði og Guð gefur aðeins sínum sterkustu mönnum slík erfið verkefni sem hann veit að þeir ráða við. Ég óska Keflvíkingum alls hins besta í komandi leikjum og vonandi ná þeir að klára tímabilið með titli." sagði Earl Brown í samtali við Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -