spot_img
HomeFréttirGurley til liðs við Tindastól

Gurley til liðs við Tindastól

Tindastóll hefur bætt við sig Anthony Gurley sem að sögn Stefáns Jónssonar formanns KKD Tindastóls er fjölhæfur leikmaður sem leyst getur margar stöður á vellinum. Það hefur verið annasamt hjá Stólunum síðustu daga en Jerome Hill fór frá klúbbnum og til Keflavíkur og í hans stað var Myron Dempsey endurráðinn til félagsins.

Gurley sem einnig er Bandaríkjamaður mun því þurfa að skipta mínútunum bróðurlega á milli sín og Dempsey en eins og reglur kveða á um hérlendis má aðeins tefla fram einum Bandaríkjamann í hverju liði inni á leikvellinum. 

„Anthony Gurley er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er ráðning hans partur af því að styrkja liðið í baráttunni sem framundan er. Þjálfari liðsins Jou Costa þekkir vel til kappans sem er 28 ára gamall og hefur Gurley leikið víða í Evrópu. Hann hefur leikið í Ísrael, Frakklandi, Ungverjalandi og kemur til félagsins beint frá Canada þar sem hann var að leika núna fyrir áramót,“ sagði Stefán við Karfan.is í dag. 

Gurley er mættur til landsins og verður með Tindastól gegn Njarðvík í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -