spot_img
HomeFréttirCaird hefur lokið leik þetta tímabilið

Caird hefur lokið leik þetta tímabilið

Cristopher Caird hefur lokið leik þetta tímabilið með nýliðum FSu. Caird lék í kvöld sinn síðasta leik með FSu en hann er á leið í aðgerð vegna mjaðmarmeiðsla. Caird ákvað engu að síður að taka þátt í leik kvöldsins og skilaði sínu sem fyrri daginn.

Blóðtaka FSu er gríðarleg enda Caird kjölfestuleikmaður í liðinu en hann skoraði 17 stig og tók 8 fráköst gegn Haukum í kvöld. FSu mátti engu að síður fella sig við 78-103 ósigur á heimavelli.  

Fréttir
- Auglýsing -