Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Hamar gerði góða ferð vestur til Ísfjarðar með 62-85 útisigri á KFÍ.
Með sigrinum er Hamar með 14 stig í 6. sæti deildarinnar en aðeins 5. sætið gefur sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Hvergerðingar eiga því framundan mikla baráttu við ÍA sem er í 5. sæti með jafn mörg stig en hefur betur innbyrðis gegn piltunum úr Blómabænum mikla.
KFÍ-Hamar 62-85 (13-23, 12-19, 18-25, 19-18)
KFÍ: Birgir Björn Pétursson 20/8 fráköst, Florijan Jovanov 13/4 fráköst, Nebojsa Knezevic 10/8 fráköst, Pance Ilievski 6, Daníel Freyr Friðriksson 5, Nökkvi Harðarson 4/7 fráköst, Birgir Örn Birgisson 2, Daníel Þór Midgley 2/4 fráköst, Helgi Hrafn Ólafsson 0, Hákon Ari Halldórsson 0, Rúnar Ingi Guðmundsson 0.
Hamar: Samuel Prescott Jr. 33/13 fráköst/7 stoðsendingar, Þorsteinn Gunnlaugsson 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 13/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 12/8 fráköst, Stefán Halldórsson 5, Oddur Ólafsson 4/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Bjartmar Halldórsson 3/5 fráköst.
Mynd úr safni/ Haddi og lærisveinar hans í Hamri náðu í tvö mikilvæg stig í kvöld.



