Stóri dagurinn er runninn upp, sjálf Poweradebikarúrslitin fara fram í Laugardalshöll í dag og fjörið hefst stundvíslega kl. 14:00 þegar Íslandsmeistarar Snæfells og bikarmeistarar Grindavíkur mætast í úrslitum í kvennaflokki. Karlaleikurinn hefst svo kl. 16:30 en þar eigast við Íslandsmeistarar KR og Þór Þorlákshöfn sem í fyrsta sinn í íslenskri körfuknattleikssögu leikur til bikarúrslita.
Grindavík hefur áður orðið bikarmeistari í kvennaflokki og KR hefur áður orðið bikarmeistari í karlaflokki, takist Snæfell eða Þór Þorlákshöfn að finna sigra í dag verða letruð ný nöfn á bikarmeistaratitlana.
Síðastliðinn miðvikudag fór fram blaðamannafundur fyrir bikarúrslitin þar sem þjálfarar, leikmenn og forsvarsmenn liðanna voru mættir og ræddu við fjölmiðla. Karfan.is hnoðaði í átta viðtöl þann daginn og þau má öll nálgast hér að neðan í einni bikarviðtalabombu. Hlustið og meðtakið viskuna hjá þeim sem verða aðalnúmer sýningarinnar í dag.
Íris Sverrisdóttir – Grindavík
„Maður þarf að eiga toppdag til að vinna í bikarnum“
Daníel Guðni Guðmundsson – Grindavík
„Höfum tapað þrisvar gegn þeim í vetur“
Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell
„Grindavík er stórhættulegt bikarlið“
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell
„Erum Íslandsmeistarar en þetta er dollan sem við eigum eftir“
Brynjar Þór Björnsson – KR
„Þór er verðugur andstæðingur“
Emil Karel Einarsson – Þór Þorlákshöfn
„Maður er í þessu til að spila svona leiki“
Einar Árni Jóhannsson – Þór Þorlákshöfn
„Við erum hvergi bangnir“
Finnur Freyr Stefánsson – KR
„Búið að vera stígandi í spilamennsku liðsins“



