Kominn er hálfleikur í bikarúrslitaviðureign KR og Þórs Þorlákshafnar þar sem Þórsarar leiða 39-40 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn hefur verið bráðfjörugur þar sem liðin hafa skipst á forystunni.
Vance Michael Hall er með 15 stig í liði Þórsara í fyrri hálfleik en þeir Helgi Magnússon og Ægir Þór Steinarsson eru báðir með 8 stig í liði KR.
Þess má geta að uppselt er á leikinn og búið að loka fyrir aðgang að Laugardalshöll og loka miðasölunni, skv. samtali við starfsmenn KKÍ komust færri að en vildu á leiknum!
Tölfræði leiksins í háfleik

Mynd/ Bára Dröfn – Vance hefur verið vörn KR erfiður í fyrri hálfleik.



