spot_img
HomeFréttirUppselt í Laugardalshöll í fyrsta sinn

Uppselt í Laugardalshöll í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn í sögu bikarúrslitanna í íslenskum körfuknattleik var uppselt í Laugardalshöll. Þau tíðindi fengust staðfest í öðrum leikhluta í viðureign KR og Þórs Þorlákshafnar. Miðasölu var lokað og hætt að hleypa fólki inn í salinn. Karfan.is spurði Stefán Þór Borgþórsson mótastjóra KKÍ út í málið:

„Þetta var í fyrsta sinn í sögunni svo við vitum til að uppselt sé á bikarúrslitin og það er frábært og enn ein vísbendingin um þann uppgang sem á sér stað í íslenskum körfuknattleik. Við erum mjög stolt af þessum áfanga og sú umgjörð sem KKÍ og félögin hafa búið til er að laða fleira og fleira fólk að íþróttinni. “

 

Mikil stemmning var í Laugardalshöll í dag á bæði kvenna- og karlaleikjunum en ekki varð uppselt eins og áður segir fyrr en komið var inn í annan leikhluta í karlaleiknum. 

Fréttir
- Auglýsing -