Martin Hermannsonn og félagar í LIU Brooklyn náðu að hefna ófarana í frá því fyrr í vetur þegar St Francis "hundarnir" mættu á þeirra heimavöll og tóku sigur. Í gær gerðu þeir slíkt hið sama þegar þeir sigruðu 82:67 í leik þar sem LIU höfðu tögl og haldir allt til loka leiks. Martin Hermannsson fór á kostum í liði LIU og skoraði 19 stig, tók 7 fráköst og sendi 5 stoðsendingar.
Gunnar Ólafsson komst á blað þegar hann setti niður 2 stig og hirti 7 fráköst á 28 mínútum en Dagur Kár kom minna við sögu á 21 árs afmælisdeginum (til hamingju) sínum.
Að þessu sinni voru okkar menn dyggilega studdir úr stúkunni þar sem að í það minnsta 6 íslendingar (svo vitað sé) lögðu leið sína alla leið til New York en þar voru á ferð hjónin Falur Harðarson (móður bróðir Gunnars) og Margrét Sturlaugsdóttir ásamt Lovísu Falsdóttir og hinum sparkvissa Grindvíking, Gunnari Þorsteinssyni.



