KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í Reykjanesbæ helgina 20.-21. febrúar 2016. Athygli er vakin á að þetta námskeið verður ekki í fjarnámi, heldur er hér um að ræða námskeið „af gamla skólanum", þar sem bóklegi hlutinn fer fram í kennslustofu. Verklegi hlutinn verður eftir sem áður í íþróttasal.
Nánari stað- og tímasetningar verða birtar þegar nær dregur.
Síðasti skráningardagur er 19. febrúar. Námskeiðið stendur öllum til boða og mun kosta 5.000,- kr.
Bent er á að leikreglur er að finna inni á kki.is.
Skráning er á [email protected] og þarf að taka fram nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang og félag.



