spot_img
HomeFréttirMartin leikmaður vikunnar í NEC-riðlinum

Martin leikmaður vikunnar í NEC-riðlinum

Martin Hermannsson er leikmaður vikunnar í Northeast-riðlinum í bandaríska háskólaboltanum en þetta er í þriðja sinn þessa leiktíðina sem Martin hlýtur þessa útnefningu! 

Í þeim tveimur leikjum sem LIU spilaði síðastliðna viku var Martin með dúndurframmistöðu eða 18 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í leik og setti niður öll 12 vítaskotin sín. Í 82-69 sigri gegn toppliði Wagner þessa vikuna var klukkaði Martin inn sína fyrstu tvennu í háskólaboltanum með 17 stig og 11 fráköst. 

Þá fór Martin einnig mikið gegn félögum sínum Gunnari Ólafssyni og Degi Kár Jónssyni í sigri LIU gegn St. Francis Terriers. Þá má geta þess að Martin er eini háskólaleikmaðurinn í Bandaríkjunum sem hefur verið með 19/7/5/5 leik án þess að fá skráðan á sig tapaðan bolta, og þetta hefur honum tekist í tvígang! 

Martin er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í NEC-riðlinum með 15,8 stig að meðaltali í leik og þá er hann einnig í fjórða sæti yfir stoðsendingahæstu menn með 4,4 að meðaltali í leik. Hann er annar í vítanýtingu með 88,4% nýtingu og annar á lista yfir flesta stolna bolta eða 1,9 á leik. Þá er hann sjöundi yfir bestu þriggja stiga nýtinguna með 38,3% nýtingu. 

Martin verður í eldlínunni aðfararnótt föstudags þegar LIU mætir Robert Morris skólanum.

Fréttir
- Auglýsing -