Boras Basket lagði Jamtland í framlengdum spennuslag í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem „Ísmaðurinn“ eins og hann er kallaður í Svíaríki, Jakob Örn Sigurðarson, gerði 24 stig í liði Boras.
Jakob jafnaði leikinn 83-83 þegar átta sekúndur voru eftir en lokaskot Jamtland geigaði og því varð að framlengja. Boras fóru svo mikinn í framlengingunni og skoruðu 18 stig á 5 mínútum og fögnuðu góðum 93-101 útisigri.
Eins og áður segir var Jakob Örn með 24 stig í leiknum, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Eftir sigurinn í gær er Boras í 5. sæti sænsku deildarinnar með 30 stig og búið að vinna þrjá deildarleiki í röð. Boras er tveimur stigum á undan Sundsvall Dragons en bæði lið hafa leikið 24 deildarleiki.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Södertälje Kings | 23 | 21 | 2 | 42 | 1841/1573 | 80.0/68.4 | 12/0 | 9/2 | 83.2/68.3 | 76.6/68.5 | 5/0 | 10/0 | +11 | +12 | +6 | 2/0 |
| 2. | Norrköping Dolphins | 24 | 18 | 6 | 36 | 1862/1710 | 77.6/71.3 | 10/2 | 8/4 | 80.2/73.3 | 75.0/69.2 | 3/2 | 8/2 | -1 | -1 | +5 | 5/3 |
| 3. | BC Luleå | 25 | 17 | 8 | 34 | 2205/1979 | 88.2/79.2 | 10/3 | 7/5 | 91.0/77.2 | 85.2/81.3 | 5/0 | 8/2 | +8 | +7 | +3 | 1/3 |
| 4. | Borås Basket | 24 | 15 | 9 | 30 |
|



