spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukasigur í framlengingu

Úrslit: Haukasigur í framlengingu

Haukar voru rétt í þess að leggja Stjörnuna að vellí í Domino´s-deild karla eftir framlengdan spennuslag í Ásgarði. Lokatölur voru 70-77 Hauka í vil sem gerðu 11 stig gegn 4 frá Stjörnunni í framlengingunni. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur í liði Hauka með 20 stig og 13 fráköst og þá var Al´lonzo Coleman með 20 stig og 19 fráköst í liði Stjörnunnar.

Kári Jónsson kom leiknum í framlengingu þegar hann smellti niður þrist þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka en Haukar voru eins og áður segir sterkari aðilinn í framlengingunni og fóru heim með 7 stiga sigur. Þetta þýðir að ef til þess kemur að liðin verði jöfn í deildinni mun Stjarnan enda ofar þar sem Haukar hefðu þurft að vinna með 13 stiga mun eða meira í kvöld. 

Stjarnan-Haukar 70-77 (13-14, 22-18, 13-24, 18-10, 4-11)
Stjarnan:
Al'lonzo Coleman 20/19 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 6/8 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Sæmundur Valdimarsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.
Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/13 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 19/5 fráköst, Kári Jónsson 19/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/11 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Brandon Mobley 2/6 fráköst, Kristinn Jónasson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.
 

 

Nánar verður greint frá leiknum síðar í kvöld…

 

Mynd/ Bára Dröfn 

Fréttir
- Auglýsing -