LIU með Martin Hermannsson innanborðs töpuðu í nótt gegn liði Robert Morris, 67:74 eftir að hafa leitt leikinn með einu stigi í hálfleik. Martin skellti í enn einn góðan leik með LIU, skoraði 18 stig og sendi 5 stoðsendingar sem dugðu þó ekki gegn fyrna sterkum Robert Morris skólanum.
Marist drengirnir lutu svo í parket gegn liði Niagara 72:76 þar sem að Kristinn Pálsson skoraði hnoðaði í tvennu með 10 stigum og 11 fráköstum. Kvennalið Marist lék svo einnig í gær gegn liði Quinnipiac og töpuðu naumlega 71:76. Lovísa Henningsdóttir spilaði aðeins 1 mínútu og komst ekki á blað.
St Francis Brooklyn mættu nöfnum sínum í St Francis University þar sem að okkar piltar í Brooklyn genginu höfðu sigur, 70:58 Gunnar Ólafsson setti 4 stig og tók 3 fráköst á meðan Dagur Kár komst ekki á blað í skorun en tók 2 fráköst.



