Íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í kvöld í forkeppni EuroBasket 2017. Leikurinn hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma. Liðin mætast í Ilhavo sem er skammt suður af Porto.
Leikurinn er mikilvægur báðum liðum sem hafa ekki fundið sigur í forkeppninni til þessa og því má gera ráð fyrir miklum slag í kvöld enda hefur verið vel mætt á heimaleiki Portúgala og búist við fullu húsi á landsleiknum.
Þá verður Helena Sverrisdóttir aðeins fimmta konan til þess að leika 60 landsleiki með leik kvöldsins og sú næstyngsta til að ná þeim áfanga en yngsti leikmaður sögunnar til að ná því er Hildur Sigurðardóttir sem var liðlega 26 ára gömul. Nánar um það afrek hér.
Mynd/ [email protected] – Frá æfingu landsliðsins í gærkvöldi.



