spot_img
HomeFréttirÓ Guð vors land sunginn í fjólubláuum búningi

Ó Guð vors land sunginn í fjólubláuum búningi

Eins og áður hefur komið fram varð búningataska íslenska kvennalandsliðsins eftir í Brussell. Í morgun bárust svo þau dræmu tíðindi að taskan hefði verið send aftur til Íslands. Í stuttu máli sagt mun íslenska kvennalandsliðið því leika í lánsbúningum í kvöld þegar liðið mætir Portúgal í Ilhavo í forkeppni EuroBasket 2017. Leikurinn hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma.

Heimamenn í Illiabum Clube komu færandi hendi með liðsbúning fyrir íslenska liðið en Illiabum Clube heldur úti karla- og kvennaliði hér í Ilhavo. Karlaliðið er í næstefstu deild í Portúgal og vann Supercup bikarinn hér í landi árið 1992. 

 

„Ó Guð vors lands“ verður því sunginn í meðfylgjandi treyju í kvöld af leikmönnum íslenska liðsins. 

 

Mynd/ [email protected] – Kvennabúningur Illiabum sem íslenska landsliðið leikur í þetta kvöldið.

Fréttir
- Auglýsing -