spot_img
HomeFréttirReal Madrid vann Konungsbikarinn þriðja árið í röð

Real Madrid vann Konungsbikarinn þriðja árið í röð

Real Madrid vann Konungsbikarinn á Spáni um helgina en þetta var þriðja árið í röð sem Real Madrid vinnur keppnina. Real lagði Herbalife Gran Canaria 81-85 í úrslitum keppninnar í dag en Real vann Fuenlabrada í 8-liðaúrslitum svo Laboral Kutxa í undanúrslitum og loks var það spennusigur á Gran Canaria í dag.

Sex liðsmenn Real Madrid gerðu 10 stig eða meira í úrslitaleiknum en stigahæstur var Gustavo Ayón með 15 stig og 6 fráköst og næstur kom Jaycee Carroll með 13 stig. 

 

Þetta var í 26. sinn sem Real Madrid vinnur Konungsbikarinn en félagði fagnaði titlinum í fyrsta sinn árið 1951. 

 

Hægt er að horfa á bikarúrslitaleikinn á Spáni í heild sinni hér

Fréttir
- Auglýsing -