Vefsíðan HoopsHype er með könnun þar sem spurt er: „Who are the dirtiest players in the NBA?“ eða hverjir eru grófustu leikmenn NBA deildarinnar?
Eins og sakir standa (könnun stendur enn yfir og hægt að kjósa hér) þá er Matt Barnes leikmaður Memphis þessa vafasama heiðurs aðnjótandi. Barnes hefur marga fjöruna sopið í vitleysunni og þykir sigurstranglegur í þessari kosningu HoopsHype.
Með Barnes á listanum eru m.a. Matthew Delladova, Patrick Beaverley, Kevin Garnett, Draymond Green og Joakim Noah svo einhverjir séu nefndir. Þeir eiga það allir sameiginlegt að að vera nokkuð friðsamir ef við skoðum gamla tímann, lítum aðeins á Bill Laimbeer sem dæmi:



