Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska kvennalandsliðinu fyrir leikinn gegn Ungverjum í kvöld en inn koma þær Auður Íris Ólafsdóttir, Haukar, og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Hamar. Þá hvíla þær Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur og Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Haukar.
Leikmannahópur landsliðsins í kvöld:
# Nafn · Félag · Landsleikir
3 Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík · 4 landsleikir
4 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 60 landsleikir
6 Bryndís Guðmundsdóttir · Snæfell · 38 landsleikir
7 Margrét Kara Sturludóttir · Stjarnan · 14 landsleikir
9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Grindavík · 39 landsleikir
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell · 22 landsleikir
11 Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar · 34 landsleikir
12 Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík · 6 landsleikir
15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Hamar · Nýliði
22 Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell · 3 landsleikir
25 Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan · 32 landsleikir
26 Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar · 8 landsleikir
Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Bein útsending:
Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2 og á netinu á ruv.is/ruv-2 og verður útsendingin opin fyrir áhugasama sem staddir eru erlendis.
Mynd/ Auður Íris í fyrri leiknum gegn Ungverjum.



