spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Frábær fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu

Hálfleikur: Frábær fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu

Nú er hálfleikur í viðureign Íslands og Ungverjalands í forkeppni EuroBasket 2017 en leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll. Ísland leiðir 46-35 í hálfleik þar sem Helena Sverrisdóttir hefur hreinlega farið hamförum með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik.

Sandra Lind Þrastardóttir hefur sem fyrr komið sterk af bekknum en hún er með 8 stig í hálfleik og skoraði flautukörfu fyrri háflleiks eftir flott samspil við Helenu. 

 

Bjarni Magnússon aðstoðarþjálfari íslenska liðsins var ánægður með fyrri hálfleikinn í viðtali á RÚV2 í hálfleik en hann sagði litla sem enga pressu hafa verið á íslenska liðinu fyrir leik og að allir leikmenn væru að leggja sig vel fram. 

 

Tölurnar í hálfleik


Mynd/ Bára Dröfn – Helena hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn vallarins í fyrri hálfleik.

Fréttir
- Auglýsing -