spot_img
HomeFréttirCurry jafnaði deildarmetið í þristum á leik

Curry jafnaði deildarmetið í þristum á leik

Golden State Warriors hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar, eru fyrsta liðið til að gera það í febrúarmánuði síðan LA Lakers voru og hétu tímabilið 1987-88. Warriors eru að hóta sigrameti Chicago Bulls en meistarar Warriors eru 53-5 það sem af er tímabilinu.

Eins og áður hefur komið fram unnu Warriors magnaðan sigur á OKC í nótt þar sem Curry gerði hreint stórkostlega sigurkörfu. Sigur þristurinn var hans tólfti í leiknum og þar með jafnaði hann NBA metið yfir flesta þrista í einum leik, 12 talsins. 

Kollegi Curry hjá Warriors og Splash-bróðir, Klay Thompson, sagði eftir leik í nótt: „Við höfum allir séð hann daglega æfa sig af þessu færi. Hann er með mestu „drægni“ sem ég hef nokkurntíman orðið vitni að og lætur þetta líta svo auðveldlega út.“

Þá er Curry með hverjum leiknum sem hann skorar þrist að bæta annað met sem er í hans einkaeigu. Curry hefur skorað amk einn þrist í 129 NBA leikjum í röð! Með þessu áframhaldi er hann að hlaða í met sem verður vafalítið seint ef nokkurntíman slegið. 

Fréttir
- Auglýsing -