spot_img
HomeFréttirCurry á NBA metið en Ivey á heimsmetið

Curry á NBA metið en Ivey á heimsmetið

Í nótt sló Steph Curry metið í NBA fyrir að hafa sett niður í það minnsta einn þrist niður í 128 leikjum í röð. Í raun ótrúlegt afrek en hann tók þar framúr Kyle Korver sem hafði átt metið fyrr með 127 leiki í röð.  Sem fyrr segir ótrúlegt afrek og NBA met. En Curry á hinsvegar nokkuð í land með að slá  heimsmetið sem að leikmaður sem við hér á Íslandi þekkjum nokkuð vel. Jeb Ivey fyrrum leikmaður KFÍ, Fjölnis og Njarðvík er skráður í heimsmetabók Guinnes með flesta leiki í röð með einn þrist eða meira í 177 leikjum í röð.

 

Met Ivey hófst í September 2010 í Finnlandi með liði Kotka. Hann hélt uppteknum hætti með liði Nilan Bison í Finnlandi þar sem hann vann tvo titla með liðinu. Þessi óslitna ganga hans í þristum endaði svo í 6. december 2013 þegar hann var að spila með Aix Les Baines í Frakklandi, 177 leikjum síðar. Á myndinni hér að neðan má sjá staðfestingu á meti hans frá Guinnes World book of records.   Af Jeb er hinsvegar það að frétt að hann er enn að í Frakklandi í annari deildinni að spila með liði Denain Voltaire (Pro B) og á sínu 13. ári sem atvinnumaður.

Fréttir
- Auglýsing -