spot_img
HomeFréttirÚrslit: Valskonur lögðu Keflavík

Úrslit: Valskonur lögðu Keflavík

Þrír leikir fóru fram í kvöld hér heima fyrir. Valskonur lögðu Keflavík að Hlíðarenda með 90 stigum gegn 73 þar sem Carisma Chapman skoraði 40 stig. Monica Stewart nýr liðsmaður Keflavíkur spilaði 20 mínútur og hnoðaði í tvennu sem dugði ekki.  Í Hveragerði sigruðu meistarar Snæfell heimasæturnar í Hamar 69:39. Og í 1.deildinni var einn leikur þar sem að Njarðvík valtaði yfir gesti sína Fjölni 90:39.

 

Mynd: Aníta Carter á leið í þrist í leik Njarðvíkur og Fjölnis

Fréttir
- Auglýsing -