Njarðvíkurstúlkur áttu ekki í töluverðum vandræðum með að leggja stöllur sínar í Fjölni þegar þær síðarnefndu mættu í heimsókn til Njarðvíkur. Allt frá fyrstu mínútu leiddu Njarðvík leikinn og höfðu komist mest í 14 stiga forystu í fyrsta fjórðung í stöðunni 20:8. Í hálfleik var staðan 45:19 Njarðvík í vil og seinni hálfleikur í raun formsatriði að klára þar sem munurinn á liðinum var mikill. Munaði þar mest um Carmen Tyson Thomas sem daðraði við þrennuna en hún skoraði 40 stig og tók 19 fráköst ásamt því að senda 8 stoðsendingar. Leiknum lauk með 90:39 stórsigri Njarðvíkur



