spot_img
HomeFréttirValskonur með sorgarbönd til minningar um Gunnar Friðrik

Valskonur með sorgarbönd til minningar um Gunnar Friðrik

Valskonur unnu í gærkvöldi öflugan sigur á Keflavík í Domino´s-deild kvenna. Í leiknum léku Valskonur með sorgarbönd til minningar um Gunnar Friðrik Magnússon sem lést þann 13. febrúar síðastliðinn.

Gunnar Friðrik var faðir Ara Gunnarssonar þjálfara Valskvenna. „Hann var minn helsti aðdáandi, kom á leiki og fylgdist vel með,“ sagði Ari um föður sinn heitinn en liðsmenn Ara heiðruðu minningu föður hans með öflugum 90-73 sigri gegn Keflavík.

Mynd/ Hörður Tulinius

Fréttir
- Auglýsing -