Hugrún Eva Valdimarsdóttir missir af næsta leik Íslands- og bikarmeistara Snæfells þegar liðið mætir Stjörnunni í Domino´s-deild kvenna. Hugrún fékk höfuðhögg eftir glímu við Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur leikmann Hamars í leik liðanna í gær þar sem hún hlaut heilahristing.
Gert er ráð fyrir að Hugrún verði frá leik í 1-2 vikur en Snæfell og Stjarnan mætast næsta miðvikudagskvöld í Stykkishólmi.



