DIrk Nowitski hefur unnið til flestra verðlauna sem hægt er í NBA boltanum vestra hafs og ferill hans með Dallas huggulegur á að líta. Nú á dögunum fékk Dirk svo enn eina rósina í hnappagatið þegar kokkarnir í American Airlines Center heimavelli Dallas mölluðu hamborgar sem nefndur er eftir kappanum. Á borgararnum er jalapenós bjór ostur (hvað sem það nú er) , Laukbeikon marmelaði og spínat svo eitthvað sé nefnt. Borgarinn kostar heila 12 dollara sem er í efri kantinum þar vestra en óneitanlega lítur borgarinn nokkuð vel út.



