spot_img
HomeFréttirÞór í úrvalsdeild

Þór í úrvalsdeild

Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld með sigri á Hamri sæti í Dominosdeild karla að ári. Leikurinn fór fjörlega af stað og sást á liðum leiksins að mikið var í húfi. Tapið þýðir að Hamarsmenn eiga litlar vonar á sæti í úrslitakeppninnni á meðan Þór er sem fyrr segir komið í efstu deild.

Heimamennn voru ákveðnari í byrjun og keyrðu í bakið á Þórsururm trekk í trekk og leiddu 25-22 eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta var áfram jafnræði með liðunum og Hamarsmenn fjórum stigum yfir 52-48. Þorsteinn var með 16 stig í liði Hamars og Samuel á hælum hans með 14 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá gestunum var Danero Thomas allt í öllu og var með 14 stig, 7 fráköst og 4 stolna. En Andrew var stigahæðstur með 16 stig.

Það var hins vegar í seinni hálfleik sem Akureyringar sýndu mátt sinn og megin. Þeir léku sér að Hamarsmönnum og skoruðu fyrstu 8 stig leikhlutans og náðu mest 16-2 kafla staðan 54-62. Í stað þess að bíta til baka létu Hamarsmenn deigan síga og staðan 63-78 Þórsurum í vil fyrir loka fjórðungin.

Ekkert áhlaup kom frá Hamri og því sigldu Þórsarar þægilegum sigri heim 77-109. Danero Thomas maður leiksins setti 30 stig tók 12 fráköst, stal 7 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Andrew skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Hamri var Samuel með 27 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en næstur var Þorsteinn með 18 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun/ Ívar Örn Guðjónsson 
Mynd úr safni/ Páll Jóhannesson – Danero Thomas var með 30 stig í liði Þórs í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -