Jakob Sigurðarson og félagar hans í Borás töpuðu í kvöld á heimavelli gegn liði Uppsala með tveimur stigum, 69:71 Það voru 1300 manns sem voru mætt í Borashallen til að fylgjast með sínum mönnum en ekki fór betur en það að liðið tapaði þrátt fyrir að hafa leitt leikinn í hálfleik með 14 stigum. jakob spilaði 33 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig og sendi 4 stoðsendingar. Fyrrum Grindvíkingurinn Adam Darboe liðsfélagi Jakob skoraði 18 stig.
Sundsvall þurftu að játa sig sigraða í kvöld líkt og Boras þegar þeir heimsóttu lið Norrkoping. 92:89 var lokaniðurstaðan í Norrkoping eftir 40 mínútur. Hlynur skilaði sinni tvennu í 10 stigum og 10 fráköstum sem dugðu þó ekki fyrir sigri að þessu sinni en Norrkoping eru í öðru sæti deildarinnar.
Sundsvall sitja í 6. sæti deildarinnar með 28 stgi en Boras eru í því fjórða með 34 stig.



