Það er óhætt að segja að baráttan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar sé æsi spennandi, annað tímabilið í röð. Í lok síðustu leiktíðar munaði tveimur stigum á 2. sæti og 5. sæti. Fyrir leiki kvöldsins var nákæmlega sama staða uppi, munaði tveimur stigum á 2. og 5. sæti og liðin í pakkanum 2 – 6 ekki bara að keppast um að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni heldur einnig að horfa í að ná heimaleikjaréttinum, einhver jafnvel að gæla við deildarmeistaratitilinn en Þórsarar voru 4 stigum á undan liðinum í 2. og 3. sæti en búnir að spila einum leik meira. Skulum ekki vera að spá of mikið í þessu, þetta getur gert heilsteyptsta fólk klikkað.
Einn leikur kvöldsins þar sem baráttan um úrslitakeppnina, bæði upp og niður, fór fram í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda þar sem heimamenn í Val tóku á móti ÍA. Skagamenn komu til leiks í 4. sæti deildarinnar eftir að hafa komist uppfyrir heimamenn í Val sem voru í 5. sæti. Liðin voru þó jöfn að stigum með 20 stig hvort, til að flækja þetta aðeins en til útskýringa þá tók ÍA sætið á innbirðisviðureign liðanna frá því í desember eftir 74-72 sigur á Akranesi.
Valsmenn mættu ósigraðir í 6 leikjum til leiks á Akranesi þann 10. desember sl. á meðan Skagamenn höfðu unnið 3 leiki og tapað 3 leikjum. Í kvöld mætti ÍA ósigrað í 6 leikjum í Vodafonehöllina á meðan Valur hafði unnið 3 leiki og tapað 3 leikjum. Stundum eru flóknir hlutir svo einfalir að þeir verða flóknir. Önnur saga. Það var því einhvern vegin skrifað í skýin að Valur myndi vinna því er ekki oft verið að tala um að sagan fari í hringi?
Leikurinn hófs annars stundvíslega kl. 19:30 með uppkasti sem reynist eina uppkast leiksins, innan sem utan vallar að því að best er vitað. Valsmenn byrjuðu leikinn betur, komust í 6-0 áður en ÍA setti sína fyrstu körfu og sú var þriggja stiga. Eftir það var nokkuð jafnræði með liðinum en þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður kost ÍA í fyrsta skipti yfir 11-13. Skaginn gerði þá áhlaup en Valsmenn vildu gera þetta að leik og staðan eftir fyrsta leikhluta 19-23 fyrir gestina. Illugi Auðunsson fékks skurð á vinstra auga í fyrsta leikhluta, hann hafði sett niður 6 stig þær fjórar mínútur sem hann spilaði en hann kom ekki meira við sögu í leiknum.

Valsmenn byrjuðu með boltann í öðrum leikhluta, skoruðu fyrstu körfuna og höfðu hana þriggja stiga. Eitthvað hikst var á ÍA og Valur jafnaði leikinn í 27-27. Skaginn setti þá fimm stig í röð sem Valur svaraði með 5 stigum. Skagamenn tóku þá leikhlé og 4 mín. í hálfleik. Á þessum 4 mín. skoruði gestirnir tveimur stigum meira og staðan í hálfleik 41-43 fyrir ÍA.
Þriðji leikhluti var sama spennan og jafnræðið en heimamenn að gera tilkall til að taka leikinn yfir, sóknir ÍA skilaðu sér lítið á töfluna og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 63-58 fyrir Val.
Fjórði leikhluti byrjaði eins, Valur bætti í og ÍA tók leikhlé í stöðunni 71-63. Valsmenn komu betur stemmdir úr leikhléinu og þegar rétt um 4 mín. voru eftir af leiknum höfðu þeir náð 10 stiga forskoti, 78-68. Valsmenn létu ekki þar við sitja heldur héldu áfram að bæta við og tóku 9-3 kafla á einni og hálfri mínútu og ÍA tók aftur leikhlé. Út úr leikhléinu komu hressir Valsarar en daprir Skagamenn og þegar lokaflautan gall stóð á töflunni 100-75.
Það fór þannig eins og oft áður að ekki ljúga skýin og nú voru það Valsmenn sem stoppuðu að ÍA skildi vinna sjöunda leikinn í röð og hemdu heldur betur tapsins upp á skaga með þessum verðskuldaða stórsigri.
Valsmenn komu sér því þægilega upp fyrir ÍA í 4. sæti og sendu ÍA niður í 5. sætið.
Umfjöllun/ HH
Myndir/ Torfi Magnússon



