Í morgun birtum við frétt um stöðu mála í herbúðum kvennaliðs Hauka en þar kom fram að landsliðskonan Jóhanna Björk Sveinsdóttir væri hætt. Þau tíðindi voru ekki rétt og biðjum við á Karfan.is Jóhönnu og Hauka velvirðingar á þeirri rangfærslu.
Jóhanna staðfesti við Karfan.is að hún væri ekki hætt hjá Haukum og var frétt morgunsins (sjá hér) leiðrétt samkvæmt því. Jóhanna sagðist vera að skoða sín mál en hún er unnusta Andra Þórs Kristinssonar sem var í þjálfarateymi Hauka en er nú ekki lengur hjá klúbbnum eins og komið hefur fram.
Jón Björn Ólafsson
Ritstjóri Karfan.is



