spot_img
HomeFréttirÆgir: Ungir strákar að spila skemmtilegan bolta

Ægir: Ungir strákar að spila skemmtilegan bolta

Fyrsti leikurinn í LEB Gold deildinni á Spáni er að baki hjá Ægi Þór Steinarssyni sem fagnaði sigri með Huesca gegn Breogan í dag. Eins og áður hefur komið fram gerði Ægir fjögur stig og gaf 6 stoðsendingar á 17 mínútum og kvaðst sáttur við þær mínútur sem hann skilaði af sér í leiknum en Ægir kom til liðs við Huesca í vikunni frá KR.

„Ég er búinn að ná að aðlagast liðinu mjög fljótt en í því eru margir ungir strákar og við náum vel saman. Þetta er skemmtilegur bolti sem við spilum en við pressum hátt upp völlinn og það er mikið af „pick and role“ sem hentar mér vel,“ sagði Ægir en Huesca þykir hafa komið nokkuð á óvart þessa leiktíðina þar sem liðið situr í 3. sæti deildarinnar. 

 

„Með spilamennskunni hefur liðið komið mikið á óvart en því var spáð í neðri hlutann. Miðað við hæfileikana sem eru til staðar í liðinu þá erum við til alls líklegir. Það er mikið af góðum liðum í þessari deild en með góðum endasprett getum við gert gott mót.“

 

Ferðalagið milli staða er nokkuð þegar Huesca og Breogan mætast en Ægir er langferðabílum að góðu kunnur enda fyrrum Sundsvall dreki og þeir hafa ófáa kílmetrana étið af bundnu slitlagi í Svíþjóð. „Já það vantar bara íslensku strákana til að rústa í „gúrku“ og þá væri þetta fullkomið. 

Fréttir
- Auglýsing -