Hildur Björg Kjartansdóttir gerði 17 stig og tók 15 fráköst fyrir UTRGV í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar sigur vannst gegn NM State í lokaumferð WAC riðilsins 66-55. Magnaður leikur hjá Hildi en Rio Grande Valley hafnaði í 2. sæti WAC-riðilsins með 9 sigra og 5 tapleiki. Hildur var valin besti maður leiksins en þetta var jafnframt í fyrsta sinn á tímabilinu sem NM State tapar leik í riðlinum!
Eftir leik næturinnar er ljóst að Hildur og félagar í Rio Grande Valley munu mæta Chicago State University í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í WAC-riðlinum þann 9. mars næstkomandi.
Tölfræðin úr leik UTRGV og NM State
Hildur hefur verið að skila næstum tvennu að jafnaði í leik með Rio Grande Valley þessa leiktíðina en hún hefur verið með 8,7 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik í WAC-riðlinum.



