KR og Njarðvík áttust við í 1. deild kvenna í gærkvöldi þar sem Njarðvíkingar unnu mikilvægan 58-84 útisigur á KR-ingum. Carmen Tyson-Thomas fór hamförum í liði Njarðvíkinga með 40 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar. Kristbjörg Pálsdóttir og Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir voru atkvæðamestar í liði KR báðar með 13 stig.
Tölfræði leiksins: KR 58-84 Njarðvík
Mynd úr safni/ Carmen Tyson-Thomas fór mikinn gegn KR í gærkvöldi.



