Stefán Karel Torfason verður ekki með Snæfell á eftir þegar liðið mætir Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í lokaumferð Domino´s-deildar karla.
Stefán Karel hitaði upp en ákveðið var að taka hann af skýrslu. Stefán lék ekki síðasta leik með Snæfell sem tapaðist naumlega gegn Stjörnunni en hann hlaut vægan heilahristing í leiknum þar á undan gegn ÍR.
Mynd úr safni/ Stefán Karel í leik með Hólmurum gegn Keflavík.



