Skallagrímur og Hamar áttust við í 1. deild karla í kvöld. Fyrir leik liðanna var vitað að Skallagrímur á öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar en Hamarsmenn voru búnir að missa af lestinni. Hvergerðinga tóku sig engu að síður til og nældu í 90-100 sigur í Fjósinu.
Athygli vakti í kvöld að sex liðsmenn Hamars skoruðu í leiknum en allir voru þeir með 11 stig eða meira! Samuel Prescott Jr. var þeirra atkvæðamestur með 22 stig og 12 fráköst. Hjá Skallagrím var Jean Rony Cadet nærri þrennunni með 26 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.
Ómar Örn Ragnarsson var mættur í Fjósið í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.





